Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Blekkingarvefur FBI á Íslandi

Ár­ið 2011 kom FBI til Ís­lands til að að­stoða ís­lensk stjórn­völd við rann­sókn vegna yf­ir­vof­andi tölvu­árás­ar á tölvu­kerfi á Ís­landi. Var það ekki megin­á­stæð­an fyr­ir kom­unni til lands­ins, held­ur til að rann­saka starf­semi Wiki­leaks.

Blekkingarvefur FBI á Íslandi

Í júnímánuði 2011 bárust íslenskum stjórnvöldum váleg tíðindi yfir hafið frá Bandaríkjunum. Yfirvofandi væri stórhættuleg tölvuárás á stofnanir og ráðuneyti hér á landi. Boðberinn var FBI sem bauð fram aðstoð sína til að stöðva harðsvíraðan hóp tölvuhakkara, fremsta á sínu sviði í heiminum, með sterk tengsl við Anonymous. Ítarleg rannsókn Stundarinnar sem byggir á viðtölum og gögnum sem aldei hafa komið fyrir augu almennings sýnir fram á að boð FBI var blekking til þess að framkalla aðstöðu á Íslandi til að koma böndum á uppljóstrarasamtökin Wikileaks og stofnandann Julian Assange.

Allt hófst þetta með því að FBI bauð fram þekkingu sína til að stöðva allsherjaráhlaup á innviði landsins. Engin stór tölvuárás átti sér stað á tölvur hins opinbera. Stundin hefur undir höndum gögn sem sýna að ein minni árás var gerð dagana á undan á tölvuþjóna sem þjónuðustu ríkisstofnanir og átti sér stað undir vökulum augum FBI, án inngripa og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu